Mánudaginn 4. febrúar verður skipulagsdagur í grunnskólum Árborgar, nemendur verða í leyfi þann dag. Þriðjudaginn 5. febrúar eru svo viðtalsdagar, þá mæta nemendur með foreldrum sínum og hitta umsjónarkennara í viðtali. Viðtalið snýst að mestu um námsstöðu nemenda. Opið er fyrir skráningar á Mentor, systkynatafla opin frá 29. janúar og opið fyrir aðra að bóka tíma frá 30. janúar.
Frístundin Stjörnusteinar:
Mánudaginn 4. febrúar og þriðjudaginn 5. febrúar opnar frístundin Stjörnusteinar kl. 7:45 og er opin til 16:30. Forráðamenn eru beðnir að láta frístundina vita ef þeir ætla að nýta sér þessa þjónustu. Símar eru 4803218 og 8613691.
Starfsfólk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri