Skólakórar BES héldu frábæra tónleika

Þriðjudaginn 28. janúar héldu skólakórar BES glæsilega tónleika í skólanum á Stokkseyri fyrir fjölskyldur sínar og vini. Eldri og yngri kórinn sameinuðu krafta sína og fluttu fjölbreytta og skemmtilega dagskrá.
Krakkarnir hafa verið ótrúlega duglegir og skemmtilegir á kóræfingum í vetur, og því var frábært að sjá afrakstur vinnu þeirra á sviðinu. Anna Vala, tónmenntakennari og kórstýra, hefur leitt kórastarfið af einstökum metnaði og fagmennsku. Tónleikarnir sýndu glöggt hversu öflugt og framsækið starf hún sinnir með nemendum.
Við í BES erum afar heppin að hafa Önnu Völu innan okkar raða, og hlökkum til að fylgjast með áframhaldandi tónlistarflutningi kóranna!