Fimmtudaginn 6. júní var skólaárinu 2018-2019 slitið í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri við hátíðlega athöfn í sal skólans á Stokkseyri. Magnús J. Magnússon skólastjóri flutti annál ársins og útskrifaði nemendur 10. bekkjar ásamt Halldóru Guðmundsdóttur umsjónarkennara. Verðlaun voru veitt fyrir góðan námsárangur og starfsmenn sem láta af störfum voru heiðraðir.
Skólasetning skólaársins 2019-2020 verður 22. ágúst næstkomandi. Skóladagatal næsta skólaárs er að finna á heimasíðu skólansu undir „Flýtihnöppum“.
Stjórnendur og starfsmenn þakka samstarfið á liðnu skólaári og óska nemendum, aðstandendum og samstarfsfólki gleðilegs sumars.