Kæru foreldrar og forráðamenn. Að höfðu samráði við smitrakningarteymi og bæjaryfirvöld í Árborg hefur ákvörðun verið tekin um að fella skólastarf niður á morgun, miðvikudaginn 28. apríl. Þetta gildir um bæði yngra og eldra stig og einnig um Stjörnusteina frístund. Þar sem niðurstöður úr sýnatökum dagsins verða ekki allar ljósar fyrr en á morgun teljum við þessa ákvörðun heillavænlegasta. Allar aðgerðir okkar stjórnenda í Covid faraldrinum hafa miðast að því að láta nemendur og starfsmenn njóta vafans og öryggi ávallt haft í fyrirrúmi.
Við vonum að þessar ráðstafanir komi sér ekki illa og þökkum samstöðuna og góða samvinnu á þessum skrýtnu tímum. Nánari upplýsingar veita stjórnendur.
Páll Sveinsson, skólastjóri.