Þriðjudaginn 20. september fer skólavaka Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fyrir yngra stig fram á Stokkseyri kl. 17:30. Þar verður skólastarfið 2016-2017 kynnt nemendum, foreldrum/forráðamönnum og fjölskyldum. Nemendur 10. bekkjar verða með súpusölu í fjáröflunarskyni fyrir skólaferðalag. Mikilvægt er að sem flestir mæti og kynni sér starf vetrarins og sjái hvaða áherslur eru í skólastarfinu í ár.
