Skólavaka á Stokkseyri

Næstkomandi miðvikudag, 15. október, fer fram skólavaka í húsnæði BES á Stokkseyri. Dagskráin hefst kl 17:00 og stendur til kl. 18:30. Á dagskrá verður kynning á skólastarfinu og öllu sem því tengist. Til þess að krydda dagskrána verður bryddað upp á upplestri og tónlist. Í fjáröflunarskyni fyrir útskriftarferð munu nemendur og foreldrar 10. bekkjar selja súpu og brauð.

Með von um góða mætingu og góða samverustund,

Stjórnendur 052