Skólavaka Barnaskólans miðvikudaginn 26. september

Miðvikudaginn 26. september n.k. fer fram Skólavaka Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri kl. 17:30 í skólahúsnæðinu á Stokkseyri. Að þessu sinni verður ein skólavaka í stað tveggja eins og fyrri ár. Tilgangur skólavökunnar er fjölþættur. Þar gefst skólanum tækifæri á að kynna sýn og áherslur skólans skólaárið 2018-2019. Foreldrar geta hitt kennara utan kennslutíma og séð og rætt áherslur, skipulag og annað sem tengist námi þeirra barna og einnig munu nemendur á unglingastigi kynna faggreinakennslu skólans ásamt faggreinakennurum. Dagskrá hefst stundvíslega kl. 17:30 á sal skólans. Gestum skólavökunnar er svo boðið upp á súpu að dagskrá lokinni. Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn mæti og sýni skólanum og starfsemi hans áhuga og taki þátt í að efla samband nærsamfélags og skóla.

Lucinda Árnadóttir, sálfræðingur hjá skólaþjónustu Árborgar, flytur svo erindi um kvíða fyrir foreldra nemenda í 7. – 8. bekk frá kl. 19-20, mikilvægt er að foreldrar sitji þá fræðslu.

Stjórnendur