Skólavaka unglingastigs á Eyrarbakka

Þriðjudaginn 13. september fer skólavaka eldra stigs fram í húsnæði skólans á Eyrarbakka kl. 17:30. Þar fer fram kynning á starfi skólans í vetur, áhersla verður lögð á notkun Mentor, nýtt námsmat og heilsueflingu. Við óskum þess að foreldrar/forráðamenn mæti ásamt ykkar börnum og eigið með okkur góða stund, mikilvægt er að mynda góð tengsl milli heimila og skóla. Nemendur 10. bekkjar munu ásamt foreldrum sínum selja súpu og brauð að vöku lokinni en þau eru að safna fyrir útskriftarferð. Stjórnendur og starfsmenn BES hvetja foreldra og forráðamenn til að koma með sínum börnum og kynnast starfinu sem framundan er.

Skólavaka fer fram fyrir yngra stigið á Stokkseyri 20. september, nánar um það í næstu viku.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Starfsfólk BES