Á aðventunni höfum við verið með spil vikunnar á unglingastigi. Undanfarnar fjórar vikur höfum við kynnt eitt spil í viku sem spilað er með hefðbundnum spilastokk.
Fyrstu vikuna var spilað Kings around the corner (Kóngarnir á köntunum), þar á eftir komu Flétta, Rússi og nú síðast Gúrka.
Það hefur verið afar ánægjulegt að sjá nemendur grípa í spil í frímínútum. Spilin hafa haft jákvæð áhrif á samskipti nemenda og stuðlað að hlýju og jákvæðu andrúmslofti í hópnum.
Það er ósk okkar að spilagleðin fylgi nemendum heim í jólaleyfið og að þau kenni fjölskyldum sínum spilin. Einnig væri gaman ef foreldrar sem kunna skemmtileg spil vildu kynna þau fyrir börnunum sínum, svo við getum áfram byggt upp fjölbreytta og lifandi spilamenningu í skólanum.
Með ósk um gleðileg spilajól.

