Miðvikudaginn 11.desember, kl. 20:00 býður forvarnarteymi Árborgar upp á fræðslu frá Heimili og skóla í Austurrými Vallaskóla.
Fræðslan er haldin í framhaldi af fræðslu sem Heimili og skóli eru með dagana 9.-11. desember fyrir börn í 4., 5. og 6. bekk í Sveitarfélaginu Árborg um netöryggi.
Í fræðslunni sem er ætluð foreldrum er farið yfir hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að stafrænu uppeldi, hvernig hægt er að skapa jákvætt umhverfi þegar kemur að miðlanotkun, mikilvægi þess að skapa traust og samtal milli barna og foreldra og hvernig foreldrar geta hjálpað börnum sínum á sem bestan máta með netnotkun og – hegðun.
Einnig fá foreldrar verkfæri til að efla þetta hlutverk sitt og hvernig á að bregðast við erfiðum eða óþægilegum aðstæðum sem upp koma á netinu.
Fræðslan er lifandi samtal við foreldra og geta þeir spurt spurninga og komið með vangaveltur á meðan á fræðslunni stendur.
Við hvetjum ykkur til að mæta, hlökkum til að sjá ykkur.