Á dögunum kynntu nemendur í 10. bekk Barnaskólans heimsóknir sínar á vinnustaði sem fram fóru fyrr í vetur. Það er hefð fyrir því í Barnaskólanum að nemendur kynni sér atvinnulifið á lokaári grunnskólans og miðli svo reynslu sinni og upplifun til annarra á unglingastigi. Að lokinni glæsilegri kynningu steig svo nýstofnuð kennarahljómsveit á stokk og tryllti lýðinn!
