Litlu jól Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fóru fram miðvikudaginn 21. desember. Að loknum stofujólum með umsjónarkennurum sameinuðust nemendur og foreldrar ásamt starfsmönnum skólans á sal á Stokkseyri. Þar komu kórar skólans fram ásamt hljómsveitarvali undir stjórn Kolbrúnar Huldu Tryggvadóttur, nemendur 4. bekkjar sýndu helgileikinn, Elín Lóa flutti hugvekju og svo var gengið í kringum jólatréð og sungið. Jólasveinarnir kíktu við og nemendur voru leystir út með gotti í poka. Dásamlegur endir á skólastarfi fyrir jólaleyfi.