Tómstundamessa Árborgar

Á dögunum var tómstundamessa Árborgar haldin í fyrsta skipti. Þar gafst íþróttafélögum, tónlistarskólum og öðrum félagasamtöku tækifæri á að kynna vetrarstarf sitt fyrir grunnskólanemendum og foreldrum þeirra. Við í BES fórum með alla árganga skólans og fengum góða kynningu á því fína starfi sem framundan er í vetur.