Undankeppni fyrir stóru upplestrarkeppnina í Árborg fór fram hjá okkur við Barnaskólann þriðjudaginn 5.mars. 10 nemendur tóku þátt og voru tveir valdir sem aðallesarar og einn vara maður. Þeir sem keppa fyrir Barnaskólann í ár eru Mía Einarsdóttir Klith og Óskar Atli Örvarsson, en varamaður er Haraldur Aron Örvarsson.