Undankeppni fyrir stóru upplestrarkeppnina

Á dögunum fór fram undankeppni fyrir stóru upplestarkeppnina. Þar spreyttu nemendur 7. bekkjar sig á lestri texta og ljóða og fór það svo að hlutskörpust urðu þau Elín og Hreimur Karlsbörn og Agnes Ásta Ragnarsdóttir en þau skipa lið skólans í stóru upplestrarkeppninni sem fer fram þann 13. mars n.k. Tryggvi Rúnar Kristinsson verður varamaður. Nemendur 7. bekkjar stóðu sig með prýði og gerðu dómurum sannarlega erfitt fyrir í sínum störfum. Nemendur 6. bekkjar voru gestir og fylgdust þau spennt með enda verða þau næstu þátttakendur að ári.