Útskrift nemenda úr 10. bekk og skólaslit

Í dag voru skólaslit í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Dagurinn var bjartur og fallegur og nemendur fóru glaðir út í sumarið.

Alls 9 nemendur voru útskrifaðir úr 10. bekk við hátíðlega athöfn. Skólastjóri fór með annál skólaársins, Hrafntinna Líf Elvarsdóttir flutti ávarp fyrir hönd nemenda og Máni Scheving Riley spilaði á píanó.

Í lok athafnar buðu nemendur gestum uppá veitingar. Við færum öllum þeim, sem komu að þessum degi með einum eða öðrum hætti, miklar þakkir.