Á dögunum prófuðu nemendur 9. bekkjar að æfa sig í að rökstyðja skoðanir sinar með kennsluaðferð sem kallast „veggjarkrot“. Bekknum var skipt í fjóra hópa og voru nokkrar mínútur á hverri stöð þar til á þeirri síðustu en þar las hópurinn sem endaði á þeirri stöð upp rökstuðning þeirra sem höfðu fest hugmyndir sínar á plakatið. Einnig voru settar fram hugmyndir um símalaus svæði þar sem nemendur mældu með og á móti og rökstuddu sitt mál.
Halldóra Björk Guðmundsdóttir,
umsjónarkennari