Vel heppnuð jólapeysusmiðja í BES

Jólapeysu/flíkurgerð BES og nágrennis

Jólapeysur og jólapeysudagar hafa valdið spennu hjá nemendum BES um langa hríð.  Sumir eru spenntir yfir því að fá að koma í peysunum/sokkunum/húfunum sínum, en aðrir eru kvíðnir vegna þess að ekki eru til peningar fyrir svona flík.  Hvað er til ráða svo að allir geti verið með á þessum dögum?  Við búum til jólapeysur.  Í fyrra var þetta hluti af skreytingardegi skólans, en í ár ákváðum við að framlengja BES lítur sér nær, sem er verkefni styrkt af Sprotasjóði til að efla tengsl BES og nærsamfélagsins.  

Foreldrafélagið og nokkrir kennarar með Erlu textílkennara í fararbroddi buðu til jólapeysugerðar síðastliðið mánudagskvöld og var mætingin mjög góð og gleðin skein af öllum. Nú ættu flestir að eiga jólapeysu/flík fyrir alla jólaflíkurdagana sem eru framundan.  Ef það er svo einhver sem ekki komst þetta umrædda kvöld þá er í boði að nýta stund af skreytingardegi.  

En takk fyrir komuna þið sem komuð og hlökkum til að sjá ykkur og hina líka að ári þegar við endurtökum leikinn.  Fleiri myndir á facebook síðu Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri