Viðurkenning fyrir góða hegðun í skólabílnum!

Sigurður skólabílstjóri hefur tekið upp þau nýmæli að veita verðlaun fyrir góða hegðun í skólabílnum skólaárið 2011 – 2012. Fá nemendur verðlaunapening og síðan ökuferð í besta bíl sem Sigurður komst yfir hjá Guðmundi Tyrfingssyni.

Á Stokkseyri hlutu akstursnemendur 5. bekkjar viðurkenninguna en á Eyrarbakka voru það nemendur 8. bekkjar sem hegðuðu sér best. Óskum við þeim til hamingju með þetta og góðrar ökuferðar. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum ríkti gleði við afhendinguna!