Vígsla stígs og haustfrí

Fimmtudaginn 13. október n.k. munu nemendur Barnaskólans vígja nýjan göngu- og hjólreiðastíg milli Stokkseyrar og Eyrarbakka kl. 10:30 við hátíðlega athöfn. Að vígslu lokinni munu nemendur halda upp á viðburðinn með grillveislu og lýkur skólastarfi þann daginn kl. 12:30. Þá tekur við haustfrí sem stendur fram á þriðjudaginn 18. október en þá hefst skólastarf á ný.

Stjórnendur