Vordagar BES 2017

Stjórnendur Barnaskólans hafa ákveðið að í ár fari Barnabær ekki fram. Að fengnu samráði við starfsmenn skólans hefur verið ákveðið að Barnabær skuli fara fram annað hvert ár og er undirbúningur þegar hafinn fyrir Barnabæ 2018. Einnig hefur verið ákveðið að í stað Barnabæjardaganna 2017 fari fram Virkir vordagar þar sem dagskráin samanstendur af útivist, heilsueflingu og ýmiskonar fjölbreyttu skólastarfi.

Nánari upplýsingar veita stjórnendur.