Vorverkin í Barnaskólanum

Á dögunum fór unglingastig Barnaskólans í Hallskot og vann þar vorverkin, grisjun, hreinsun svæðis og fleira. Barnaskólinn gerði samning við Skógræktarfélag Eyrarbakka vorið 2017 og og var hann tvíþættur, annars vegar að vinna að hreinsun á vorin og hins vegar útplöntun að hausti. Gleði og glaumur var í Hallskoti og ekki skemmdi fyrir að nemendur leikskólanna mættu á svæðið ásamt foreldrum og starfsfólki.