Snemmbúið páskaleyfi vegna Covid-19

Heilbrigðisráðherra gaf út tilskipun í dag þess efnis að grunnskólum landsins skuli lokað frá og með deginum í dag og til 1. apríl vegna nýrrar stöðu í útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Þetta þýðir að nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fara í páskaleyfi frá og með fimmtudeginum 25. mars 2021. Kennarar skólans stunda fjarvinnu að heiman en stjórnendur skólans verða á staðnum út vikuna. Annað starfsfólk fer í páskaleyfi frá og með fimmtudeginum 25. mars 2021.

Við óskum eftir því að foreldrar/forráðamenn fylgist vel með fréttum af skólastarfi á heimasíðu skólans, í tölvupósti og á síðu skólans á Facebook.

Nánari upplýsingar veita stjórnendur