Stóra upplestrarkeppnin í BES

Á dögunum fór Stóra upplestrarkeppnin fram í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Eins og fyrri ár voru það nemendur 7. bekkjar sem tóku þátt í keppninni. Nemendur lásu textabrot úr bók og tvö ljóð, fyrra eftir Kristján frá Djúpalæk og seinna að eigin vali. Sérstakir gestir keppninnar voru nemendur 6. bekkjar, sem þarna fengu innsýn inn í hvað bíður þeirra að ári. Máni Scheving Riley, sigurvegari keppninnar 2020, flutti einnig ljóð.

Keppnin fór afar vel fram og var dómnefndinni vandi á höndum við að gera upp á milli frábærra flytjenda. Dómnefndin, skipuð þeim Valgeiri Inga Ólafsyni kennara, Sigríði Pálsdóttur deildarstjóra og Magnúsi J. Magnússyni fyrrverandi skólastjóra BES, komst að þeirri niðurstöðu að þrír nemendur hefðu skarað fram úr. Þetta voru þau Þóranna Eir Júlíusdóttir sem varð í þriðja sæti, Davíð Óskarsson sem varð í öðru sæti og sigurvegarinn í ár, Berta Sóley Grétarsdóttir.

Stjórnendum langar að þakka ölum sem komu að undirbúningi og skipulagi keppninnar en sú vinna var mest í höndum Rögnu Berg Gunnardóttur og Maríu Skúladóttur íslenskukennara og stuðningsfulltrúanna Höllu Guðlaugar Emilsdóttur og Heklu Rúnar Harðardóttur.