170 ára afmælishátíð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

Í dag var 170 ára afmælishátíð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri í tilefni afmælisins 25. október 2022. Samkoman var vel sótt af fólkinu í samfélaginu og starfsmenn skólans eru í skýjunum með daginn.  

Dagskráin var vegleg þar sem m.a. forseti Íslands ávarpaði samkomuna, bæjarstjóri Árborgar og fleiri góðir gestir. Boðið var uppá tónlistaratriði frá leikskólanum, nemendum barnaskólans og tónlistarskólans og nemendur í 5. bekk voru með atriði úr leiksýningunni Blái hnötturinn.  

Ýmsir aðilar færðu skólanum góðar gjafir sem við þökkum kærlega fyrir. Kvenfélag Stokkseyrar bauð uppá þjóðlegar veitingar í lok samkomunnar og gestir röltu um skólann þar sem búið var að hengja upp gamlar ljósmyndir og gamlir og nýir munir voru til sýnis.