Skólastarfi fyrir jól lýkur að venju með jólaskemmtun sem haldin verður á Stokkseyri 19. desember. Nemendur mæta til skóla klukkan 09.00. Dagurinn hefst á hátíðarstund í stofum með umsjónarkennara. Skólabíll fer frá Stokkseyri kl. 8:30 og frá Eyrarbakka kl. 8:45.
Í skólastofunni skiptast börnin á jólagjöfum (lítilli vinargjöf) og þurfa því allir að leggja til einn lítinn jólapakka. Jólagjöfin má ekki kosta meira en kr. 700- . Eftir stofujól verður nemendum á Eyrarbakka ekið á Stokkseyri og verða þeir komnir þangað kl. 10.00 Foreldrar velkomnir og hvattir til að mæta og taka þátt í dansinum kringum jólatréð! Selja á jóladisk skólans sem unnin hefur verið í umsjón Kolbrúnar tónmenntakennara