Jólatónleikar

Miðvikudaginn 10. desember hélt Skólakór BES stórglæsilega jólatónleika í skólahúsnæðinu á Stokkseyri. Þar komu fram bæði yngri og eldri kórinn með nemendum úr 1.–6. bekk og sköpuðu fallega og hátíðlega stemningu. Anna Vala Ólafsdóttir kórstjóri stýrði tónleikunum af mikilli fagmennsku og greinilegt er að hún hefur unnið frábært starf með börnunum í vetur. Innilegar hamingjuóskir […]

Jólatónleikar Read More »

Jólahefð

Í vikunni þáðu nemendur 10. bekkjar hið árlega boð frá Byggðasafni Árnesinga um að skreyta eftirlíkingu af elsta jólatré landsins í Húsinu á Eyrarbakka. Þessi heimsókn er ein af okkar uppáhalds hefðum í BES. Upprunalega jólatréð, sem er spýtutré frá árinu 1873 úr uppsveitum Árnessýslu, eignaðist safnið árið 1955 og hefur það verið hluti af

Jólahefð Read More »

Ný stjórn foreldrafélags BES hefur hafið störf

Í morgun funduðu fulltrúar nýrrar stjórnar foreldrafélags Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri með stjórnendum skólans. Hlutverk foreldrafélagsins er að styðja við skólastarfið, stuðla að velferð og farsæld nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Í nýrri stjórn foreldrafélagsins eru: Edda Bára Höskuldsdóttir, formaður, Hulda Dröfn Jónasdóttir, varaformaður, Sædís Ósk Harðardóttir, gjaldkeri, Áslaug Halla Elvarsdóttir, ritari,

Ný stjórn foreldrafélags BES hefur hafið störf Read More »