Nemenda- og foreldraviðtöl 3. nóvember

Mánudaginn 2. nóvember næstkomandi er starfsdagur í skólanum og þriðjudaginn 3. nóvember eru nemenda- og foreldraviðtöl. Þá fellur kennsla niður og boðað verður til viðtala um líðan og námsárangur nemenda.

Í ljósi þeirra aðstæðna sem við búum við þessa dagana telja stjórnendur skólans ekki ráðlegt að halda viðtölin með hefðbundnum hætti, þ.e. að nemendur komi með forráðamönnum til skólans og að þar verði fjölda manns stefnt saman á sama tíma. Viðtölin fara því fram með rafrænum hætti, boðið er upp á viðtöl í forritinu Teams eða símaviðtöl. Opnað verður fyrir skráningu miðvikudaginn 28. október kl. 9:00 og lokað fyrir skráningu föstudaginn 30. október á miðnætti. Við óskum eftir því að foreldrar/forráðamenn skrái sig sem fyrst. Einnig þurfa foreldrar að senda umsjónarkennara tölvupóst um með hvaða hætti þeir kjósa að viðtalið fari fram i

Þegar forráðamenn hafa bókað viðtalstíma sendir umsjónarkennari þeim fundaboð þar sem fram kemur slóð á bókaðan fund. Við minnum á að nemendur skulu sitja fundinn með foreldrum/forráðamönnum.

Viðfangsefni nemenda- og foreldraviðtalana er líðan í skóla og námsleg staða. Foreldrum verður sent bréf sem skal vera búið að fylla út og skila umsjónarkennara fyrir helgi.

Hér má sjá leiðbeiningar um hvernig skal bóka viðtal í Mentor:
https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM

Nánari upplýsingar veita umsjónarkennarar og stjórnendur skólans.
Bestu kveðjur,
Stjórnendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri