Árshátíðir og páskaleyfi

Upp er runnin árshátíðarvika. Árshátíð eldra stigs er fimmtudaginn 25. mars og árshátíð yngra stigs er á dagskrá föstudaginn 26. mars og . Fjöldatakmarkanir og fjarlægðartakmarkanir gera það að verkum að við getum ekki boðið foreldrum eða öðrum áhorfendum á árshátíðinar. Nemendur og starfsfólk yngra stigs BES verða því einu áhorfendurnir. Við munum reyna að streyma atriðunum (kemur slóð síðar) og taka fullt af myndum.

Unglingastig

Nemendur unglingastigs undirbúa sína árshátíð eftir hádegi á fimmtudag og mæta svo prúðbúnir á árshátíð kl. 19:00. Kennsla hefst kl. 9:55 föstudagsmorguninn á unglingastigi.

Yngra stig

Föstudagurinn verður styttri en venjulegur skóladagur á yngra stigi, skóli hefst kl. 8:15 skv. stundaskrá, árshátíð hefst kl. 10:30 og þegar henni lýkur fara nemendur í sínar stofur. Hádegismatur klukkan 12:05 og í framhaldi af því geta nemendur farið heim. Frístund opnar kl. 12:35 og rútan fer frá Stokkseyri kl. 12:30. Á fimmtudag kl. 10 verður forsýning (generalprufa), fyrir atriðin sem verða á árshátíðinni.

Páskaleyfi hefst að lokinni árshátíðarviku og verður fyrsti kennsludagur að loknu leyfi þriðjudagurinn 6. apríl.