Foreldraviðtöl, starfsdagur, skólamálaþing, Halloweenböll og fleira

Af nægu er að taka þessa dagana í skólastarfi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Þessir viðburðir eru framundan, við óskum eftir því að forráðamenn gefi þeimi gaum:

  • Við þurfum að auglýsa nýja dagsetningu fyrir kynningarfundinn „BES lítur sér nær“ sem fyrirhugaður var á morgun, miðvikudaginn 27. október. Við höfum ákveðið að sameina fundinn öðrum liðum undir forskriftinni Skólamálaþing BES. Við óskum eftir því að forráðamenn og fulltrúar nærsamfélagsins mæti á Skólamálaþingið miðvikudaginn 10. nóvember. Þar verður stefnumótunarvinna við sýn skólans kynnt. Nánar auglsýst þegar nær dregur.
  • Fimmtudaginn 28 .október verður búningadagur í BES. Nemendaráð unglingastigs  býður svo upp á dansleiki fyrir yngra stig seinnipartinn, póstur með nánari upplýsingum verður sendur foreldrum.
  • Mánudaginn 1. nóvember er starfsdagur og því ekkert skólahald þann daginn.
  • Þriðjudaginn 2. nóvember er foreldra- og nemendaviðtaladagur í BES. Þar mæta forráðamenn með sínum börnum til viðtals við umsjónarkennara í fyrirfram bókaða viðtalstíma. Aðal áherslan í viðtölunum er líðan nemenda.
  • Grunnskólarnir í Árborg eru að fara í samstarfsverkefnin Lærum saman og Lesum saman með félagi eldri borgara og Rauða krossinum. BES óskar eftir sjálfboðaliðum í þetta verkefni, nánar má lesa um verkefnin hér: https://www.arborg.is/media/leidbeiningar/Fjolmenningarleg-menntun-i-Sveitarfelaginu-Arborg-27.januar-2021.pdf  

Nánari upplýsingar um fyrirhugaða viðburði verða sendar út í sértækum fréttum og auglýsingum.

Stjórnendur