Dagana 12. – 15. desember nk. mun Sigga Dögg kynfræðingur koma með kynfræðslu inn í grunnskólana í Árborg fyrir nemendur í 9. og 10. bekk.
Sigga Dögg mun í framhaldi af þeirri fræðslu vera með fyrirlestur fyrir foreldra í sal Vallaskóla, fimmtudaginn 15. desember kl. 18:00 – 20:00, boðið verður upp á veitingar. Að auki mun vera skýrt frá nýjustu niðurstöðum Rannsókna og Greiningar um líðan og hagi barna og ungmenna hér í Árborg.
Fræðslan fyrir foreldrana er í formi fyrirlestra og stuttra verklegra æfinga til að auka færni í samræðum um kynferðisleg málefni. Áhersla er lögð á upplýsingagjöf og virka hlustun. Leitast er við að svara spurningunum foreldra um hvernig megi nálgast börnin sem stundum vilja hvorki ræða málin né hlusta. Þá verður einnig farið í hvernig foreldrar geta aðskilið sína eigin kynlífsreynslu og gildi frá kynhegðun barnanna svo þau geti svarað spurningum þeirra og beint þeim á rétta aðila til frekari upplýsingaöflunar. Foreldrar verða æfðir í að ræða um kynlíf og kennt að setja mörk um hvað sé rætt og hvað ekki.