Föstudaginn 2. júní sl. fóru skólaslit Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fram í húsnæði skólans. Mikið fjölmenni var á athöfninni sem fór mjög vel fram. Nemendur 10. bekkjar voru í aðalhlutverkum enda þau að útskrifast eftir tíu ára skólagöngu. Verðlaun voru afhent fyrirgóðan námsárangur, nýr skólasöngur var frumfluttur og starfsmenn sem eru að láta af störfum kvaddir. Þeir Ólafur Auðunsson húsvörður og Daði Viktor Ingimundarson deildarstjóri létu af störfum nú í lok skólaárs eftir farsæla starfsferla við skólann. Stjórnendur og starfsfólk skólans vilja þakka þeim heiðursmönnum samstarfið og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni.
Eins vilja stjórnendur og starfsmenn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þakka nemendum og foreldrum/forráðamönnum samstarfið á kröftugu skólaári sem nú er liðið. Sjáumst hress að loknu sumarleyfi.