Árborg kaupir námsgögn

Ágætu foreldrar og forráðamenn

Ég vona að allir hafi notið sumarsins og veðurblíðunnar sem nú ríkir.  Enn eru nokkrir dagar fram að skólabyrjun en þó erum við farin að huga að haustverkum.

Ég sendi þennan póst til að biðja foreldra að doka við með að kaupa námsgögn sem venjulega birtast á innkaupalistum skólans því í gær var samþykkt í bæjarráði að nemendur munu fá nauðsynleg námsgögn án endurgjalds frá komandi hausti.

Enn er eftir að útfæra nákvæmlega hvernig við munum standa að þessu en við höfum verið í samráði við skóla og sveitarfélag sem hefur þegar farið þessa leið til að kynna okkur framkvæmdina þar.

Vonandi skýrast þessi mál fljótlega og þá mun ég senda frekari upplýsingar.

Bestu kveðjur,
Magnús J.

Skólastjóri