Að gefnu tilefni viljum við benda ykkur á, kæru foreldrar og forráðamenn barna við BES, að með breytingum á umferðarlögum nr. 50/1987 sem samþykktar voru 17. febrúar 2015 voru létt bifhjól I skilgreind á eftirfarandi hátt:
Hluti rafmagnshjóla telst nú létt bifhjól í flokki 1
Létt bifhjól I eru bifhjól sem ná ekki meiri hraða en 25 km á klst., hvort sem þau eru raf- eða bensíndrifin. Lágmarksaldur á létt bifhjól er 13 ár.
Viljum við, starfsmenn BES, beina því til forráðamanna að þeir hafi þetta í huga þegar kemur að akstri nemenda á slíkum hjólum.
Stokkseyri 07.09.17
Magnús J. Magnússon. skólastjóri