Þann 3. og 4. október fóru fram skólavökur á Eyrabakka og Stokkseyri. Þar kynntu nemendur og kennarar starfið sem framundan er í vetur. Einnig voru list- og verkgreinakennarar að kynna áherslur í sínu starfi. Nemendur 10. bekkjar seldu svo súpu og brauð sem hluta af fjáröflunarstarfi vetrarins en þau eru að safna fyrir skólaferðalagi í Skagafjörð í vor. Skólavökurnar lukkuðust vel og góður rómur að þeim gerður.