Olweusarfundur

Olweus gegn einelti – foreldrafundur

Þriðjudaginn 17. apríl klukkan 18:00 verðum við með kynningu á niðurstöðum eineltiskönnunarinnar sem lögð var fyrir nemendur í 5. – 10. bekk í október síðastliðnum. Að koma í veg fyrir einelti er samstarfsverkefni skóla og heimila. Það er því von okkar að sem flestir sjái sér fært að koma og taka þátt í fundinum.

Fundurinn verður í sal skólans á Stokkseyri – kaffi á könnunni.

 Stöndum saman og byggjum traustan varnarmúr gegn einelti.

Olweusar-teymið (Birgir, Hildur, Einar, Helena, Íris)