Nemendur 10. bekkjar lögðu af stað í skólaferðalagið kl. 14.00 í gær. Mikil eftirvænting ríkti meðal nemenda og foreldra þegar brottfararstundin nálgaðist. Mikill fögnuður braust út þegar bíllinn lagði af stað og ferðin var hafin. Þegar við höfðum samband við hópinn núna í dag um 10.30 var hópurinn kominn að Drangey og var að hefja klifrið upp á eyna. Að sögn Hilmars kennara hefur allt gengið afar vel og allir biðja að heilsa. Við eigum von á myndum úr ferðinni og jafnvel pistlum sem við munum birta hér á síðunni.