Á degi íslenskrar tungu

Á degi íslenskrar tungu, mánudaginn 16. nóvember, komu nemendur í 1.-6. bekk BES saman í hátíðarsal skólans á Stokkseyri. Eftir að hafa sungið eitt íslenskt þjóðlag, afhentu fulltrúar nemenda skólastjórnendum áskorun um bókakaup fyrir skólasafnið. Fyrr í haust kom upp sú hugmynd að efla lýðræðislega hugsun nemenda og sýna hversu máttug samstaða í verki getur orðið. Nemendur völdu 5 bækur í sameiningu fyrir hvern bekk, kennarar settu mynd af hverri bók á veggspjöld og nemendur skrifuðu svo nafnið sitt undir. Siðan voru kosnir bekkjarfulltrúar sem afhentu áskorunarplöggin. Með þessum aðgerðum fengu börnin tækifæri til að hafa skoðun, koma henni á framfæri, kjósa lýðræðislega og ná árangri með samstöðu.

Fyrir hönd kennara BES,

Halldóra og Tinna