Á toppi Hvannadalshnjúks

Laugardaginn 26. maí gengu tveir starfsmenn BES á Hvannadalshnjúk. Gangan á toppinn tók fjórtán og hálfa klukkustund. Lagt var af stað í góðu veðri, en þegar leið á versnaði skyggnið og var harla lítið á toppnum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Við óskum Ólafi, Söruh og Hrafnhildi til hamingju með þetta glæsilega afrek.