Áríðandi tilkynning – leiðrétting

Kæru foreldrar/forráðamenn.

Okkur langar að biðja ykkur innilegrar afsökunar á misvísandi skilaboðum sem ykkur hafa borist í dag. Í síðasta pósti kom fram að hluti nemenda og starfsmanna ætti ekki að vera í sóttkví enn allir ættu að fara í skimun. Við boðið í skimun kemur hins vegar fram að sá sem boðaður er í skimun sé sjálfkrafa kominn í sóttkví. Þetta talaði gegn hvoru öðru þannig að við höfðum samband við rakningarteymið og sögðum frá ruglingnum sem kominn var upp. Því var eftirfarandi ákvörðun tekin í samráði við rakningarteymið:

Allir nemendur og starfsmenn á yngra stigi skulu fara í sóttkví í dag og í sýnatöku á morgun þriðjudag. Fjölskyldur og heimilisfólk skal vera í úrvinnslusóttkví þangað til að niðurstöður liggja fyrir seinnipartinn á morgun eða annað kvöld. Nemendur 1.-3. bekkja eiga að mæta 13:30-13:45 í bílakjallara Krónunnar á Selfossi í sýnatöku.  Nemendur 4.-6. bekkja eiga að mæta kl. 13:45-14:00 á sama stað.

Eins og fram hefur komið þykir okkur afskaplega leitt hvernig þessar upplýsingar hafa verið settar fram, mikill lærdómur hefur verið dreginn af þessu ferli og vonumst við til þess að þetta renni ljúflega í gegn og að niðurstöður verði okkur hliðhollar.

 

Samstöðukveðjur,

Páll Sveinsson, skólastjóri.