Færri í sóttkví – skólastarf fellur niður á yngra stigi á morgun þriðjudag

Að höfðu samráði við rakningateymi og eftir nánari athugun á eðli mála vegna smits við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri eru einungis 7 starfsmenn og  15 nemendur í 1. – 4. bekk í sóttkví ásamt sínum fjölskyldum. Aðrir stafsmenn og nemendur 2. -6. bekkja eru ekki í sóttkví.

Hins vegar óskum við stjórnendur BES eftir  því að starfsmenn og nemendur sem fá boð um sýnatöku sinni því og fari í sýnatöku á morgun þriðjudag og haldi sig til hlés eins mikið og hægt er þar til niðurstaða liggur fyrir. Skólastarf liggur þ.a.l. niðri á morgun á yngra stigi.

Rakningarteymi sendi út rangar upplýsingar í tölvupósti og sms skilaboðum, boðað verður til sýnatöku á Selfossi á morgun. Nánari upplýsingar um það munu berast síðar í dag.

Við óskum eftir því að foreldrar/forráðamenn séu meðvitaðir um stöðuna, fylgist með hvort þeirra börn sýni einkenni og haldi börnunum heima ef svo er. Einnig að foreldrar/forráðamenn hafi samband við skólann ef einhverjar spurningar vakna.

 

Helstu einkenni Covid-19:

  • hósti
  • hiti
  • andþyngsli
  • kvef
  • hálsbólga
  • beinverkir
  • höfuðverkir
  • slappleiki
  • ógleði
  • niðurgangur
  • skert lyktar- og bragðskyn

 

Bestu kveðjur,

Stjórnendateymi BES