Árshátíð 1. – 6. bekkjar

Árshátíð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri verður haldin í skólahúsinu á Stokkseyri fimmtudaginn 26. mars. Hátíðin hefst kl. 09:00 með hátíðardagskrá á sviði og síðan verður kaffisala 10. bekkinga að henni lokinni. Nemendur mæta samkvæmt stundaskrá  í skólann í betri fötunum. Eftirfarandi skipulag verður á árshátíðinni:

Allir bekkir yngra stigs verða með verða með atriði á sviði. 10. bekkur sér um kaffisölu í Skruggudal. Áætluð heimferð er kl. 13.15. Daginn eftir árshátíðina mæta nemendur í skólann samkvæmt stundaskrá. Dagurinn verður notaður til að ganga frá eftir árshátíðina og föndra fyrir páskahátíðina.

Eftir páska mæta nemendur í skólann þriðjudaginn 7. apríl klukkan 8.15.

Í páskavikunni verður skólavistin opin mánudag, þriðjudag og miðvikudag.

Foreldrar og aðrir ættingjar velkomnir – Kaffi og kökur kr. 500 kr.  frítt fyrir yngri börn.

Kveðja,

Nemendur og starfsfólk

Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri