Frábær upplestarkeppni á Stokkseyri

Fimmtudaginn 12. mars var stóra upplestrarkeppnin haldin hér á Stokkseyri. Fimmtán frábærir lesarar tóku þátt í keppninni frá fimm skólum. Öflug dómnefnd var á vaktinni og tæplega eitthundrað áhorfendur nutu upplestrarins. Rammi hátíðarinnar var glæsilegur sem og öll framkvæmdin. Allir lesrara stóðu sig með prýði og hafði yfirdómarinn það á orði að hann hefði aldrei dæmt á svo jafnri keppni. Okkar keppendur, þau Lilja, Sigurbjörg og Tanja stóðu sig frábærlega og hafnaði Sigurbjörg í öðru sæti á eftir keppanda úr Sunnulækjarskóla og á undan keppanda frá Vallaskóla. Til hamingju með árangurinn Sigurbjörg og til hamingju BES! Á myndinni eru verðlaunahafar, Sigurbjörg önnur frá hægri.