Árshátíð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri verður haldin í hátíðarsal skólans á Stokkseyri fimmtudaginn 10. apríl.
Hátíðin hefst kl. 13:30 með hátíðardagskrá á sviði og síðan kaffiveitingum að henni lokinni.
Nemendur mæta samkv. stundaskrá í skólann og fara heim að árshátíð lokinni. Þau þurfa því að hafa fínu fötin með sér í skólann að morgni.
Eftirfarandi skipulag verður á árshátíðinni:
1., 3., 5. og 7. bekkur verða með atriði á sviði, ásamt skólakór og nemendum úr Tónlistaskóla Árnesinga.
10. bekkur sér um kaffisölu í Skruggudal en aðrir bekkir sjá um undirbúning árshátíðarinnar og aðstoða við framkvæmd.
Kaffi og kökur kr. 800,- fyrir fullorðna, 400,- fyrir skólanemendur og frítt fyrir yngri börn. Skólablaðið Mar verður til sölu á kr. 500,- .Blaðið var samið af nemendum í valgreininni Forlagið og styrkti Kvenfélag Eyrarbakka útgáfu þess. Í blaðinu má m.a. finna viðtöl, greinar,matarhorn, sturlaðar staðreyndir og fleirra.
Daginn eftir árshátíðina mæta nemendur í skólann samkv. stundaskrá. Dagurinn verður notaður til að taka til og föndra fyrir páskahátíðina. Þennan dag lýkur kennslu á Eyrarbakka kl. 12:30 og á Stokkseyri kl. 13:15 og halda þá nemendur heim í páskafrí.
Eftir páska mæta nemendur í skólann þriðjudaginn 22. apríl samkv. stundaskrá.
Þeir foreldrar sem vilja hafa börnin sín áfram á skólavistinni mánudag, þriðjudag og miðvikudag í páskavikunni þurfa að sækja um það í síðasta lagi föstudaginn 11. apríl.
Foreldrar og aðrir ættingjar velkomnir.