Árshátíð unglingastigs BES 2014

Á dögunum fór árshátíð unglingastigs BES fram í húsnæði skólans á Stokkseyri. Nemendur stigsins breyttu sal skólans í stórglæsilegan hátíðarsal fyrr um daginn og mættu svo í sínu fínasta pússi á hátíðina um kvöldið. Þar var snæddur dásamlegur hátíðarkvöldverður, grísasteik með ís og ávöxtum í eftirrétt. Að borðhaldi loknu skemmtu bekkir stigsins sér og starfsfólki með frábærum skemmtiatriðum og að því loknu var stiginn dans fram á kvöld. Nemendur eiga sannalega hrós skilið fyrir frábært kvöld. Myndir frá árshátíðinni er að finna á Fésbókarsíðu BES.