Baráttudagur gegn einelti

Árlega heldur Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri Olweusardaginn gegn einelti hátíðlegann. Í ár sameinuðust nemendur á Stokkseyri þar sem vinabekkir fóru í leiki saman og áttu glaða og góða stund. Í skólanum starfar samskiptateymi sem vinnur ötullega að forvörnum gegn einelti, skipuleggur dag eins og þennan og mælir á hverju ári einelti við skólann. Einnig skipuleggur teymið allskyns uppákomur og vinnu sem miðar að því að efla góð samskipti innan skólans. Húsnæði skólans var skreytt hátt og lágt með fiðrildum sem tákn fyrir margbreytileika mannlífsins og í grænum lit en grænn er litur hins góða og rétta út frá leiðarljósi Olweusarstarfsins.