Jólaskreytingadagur í BES

Þar sem aðventan er á næsta leyti höldum við í Barnaskólanum í þær hefðir að skreyta skólann með allskyns jólaskrauti til að gera skammdegið bjartara og litríkara. Nemendur og starfsmenn kappkostuðu að leggja sig fram við skreytingarnar og tókst vel til í ár, eins og fyrri ár. Nemendurm 10. bekkjar var boðið í heimsókn í Húsið á Eyrarbakka þar sem þeir skreyttu elsta gervijólatré landsins með umsjónarkennara og staðarhaldaranum Lýði Pálssyni.