Baráttudagur gegn einelti

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri heldur á hverju ári baráttudag gegn einelti hátíðlegan. Í ár verður gengið gegn einelti, eftir göngustígnum sem liggur á milli Stokkseyrar og Eyrabakka – Fjörustíg. Umsjónarkennarar hafa útbúið hamingjukrukkur með nemendum með jákvæðum skilaboðum sem vinabekkir skiptast á þegar hóparnir mætast á göngustígnum. Við viljum hvetja alla sem vilja til að takast í hendur og/eða faðmast þegar hóparnir mætast og vinabekkir hittast. Lagt verður af stað kl. 10.00 frá báðum starfsstöðvum. Við hvetjum nemendur og starfsmenn skólans að koma í grænu í skólann á morgun fimmtudag, grænn er litur gegn einelti. Einnig að vera vel búin fyrir göngu.

Stjórnendur og samskiptateymi