Gengið gegn einelti í Barnaskólanum

Í dag, fimmtudaginn 8. nóvember eða á alþjóðlegum báráttudegi gegn einelti, gengum við starfsmenn og nemendur barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri Fjörustíginn gegn einelti. Yngra stigið gekk í vesturátt til móts við unglingastigið sem kom gangandi austur og hittust hóparnir á brúnni yfir Hraunsá. Þar fór fram afhending milli vinabekkja á krukkum fullum af jákvæðum, fallegum og uppbyggjandi skilaboðum. Dásamleg stund og frískandi ganga.

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri leggur mikla áherslu á forvarnarvinnu gegn einelti og eru allar nánari upplýsingar um starfsemi skólans í þeim efnum að finna á heimasíðu skólans http://www.barnaskolinn.is/skolinn/olweus/.

Starfsfólk BES