Barnabær

Barnabær var settur í gær.  Fáninn var dreginn að húni að viðstöddum íbúum Barnabæjar og þar með hófst þriggja daga vinnulota sem lýkur með markaðsdegi á föstudaginn kl. 12.  Banki Barnabæjar verður opnaður kl. 11:30 þar sem hægt verður að nálgast gjaldeyri Barnabæjar, Besóa.

Íbúar Barnabæjar eru nemendur skólans ásamt foreldrum, starfsfólki skólans og börn og starfsmenn af leikskólunum Brimveri og Æskukoti. 

Mikið líf og fjör einkennir skólastarfið þessa daga og hér koma nokkrar myndir frá hinum ýmsu starfsstöðuvum sem starfræktar eru víðsvegar í og við skólann.

Barnabæjarmyndir